05. April 2019

Áhrif Falls WOW Air á Bílaleigubókanir

Northbound.is er bókunarvél fyrir bílaleigubíla á Íslandi þar sem ferðamenn geta fundið og bókað bíla hjá yfir 30 Íslenskum bílaleigum.

Eftir fall WOW Air fundu margir viðskiptavinir Northbound sig knúna til þess að breyta eða afbóka bílaleigubókunum sínum.

Hér rýnum við í gögn fyrir u.þ.b 1.000 ferðamenn sem áttu bókaða bílaleigubíla og voru að koma til landsins með flugi frá WOW Air, þessum upplýsingum var aflað einni viku eftir fall WOW Air.

Breytingar á móti Afbókunum

Af 1.000 ferðamönnum hafa um 50% haft samband um að breyta eða afbóka. Þegar bókun er breytt er átt við að viðskiptavinur hefur bókað sér annað flug til landsins og breytir þá skráðu flugnúmeri og/eða dagsetningu komu/heimfarar.

40.7% af þeim sem hafa haft samband fundu sér aðra leið til landsins með ýmsum flugfélögum, þó mest Icelandair eins og kemur fram neðar á þessari síðu.

59.3% afbókuðu bókunina ýmist vegna þess að verðin voru orðin of há eða vegna þess að flug á upprunarlegu dagsetningunni var ekki lengur til staðar.

Tæpur helmingur þeirra sem bókuðu hjá okkur hafa ekki haft samband við okkur ennþá og við gerum ráð fyrir því að einhver hluti þeirra sé að bíða eftir öðrum valkostum í flugi.

 

changed-bookings.png

Hvað bókaði fólk í staðin?

Þeir viðskiptavinir sem hafa fundið sér annað flug til landsins skiptast niður á 12 flugfélög.
Yfir 62% farþega sem bókuðu annað flug til landsins kusu Icelandair. Restin skiptist niður á hin ýmsu flugfélög á við Wizz Air, EasyJet, Air Canada og Eurowings.

kaka.PNG

WOW Air farþegi sem leigir bíl í samanburði við farþega annara flugfélaga

Meðal WOW Air farþegi eyðir u.þ.b 20% minna í leigu á bílaleigubíl en meðal farþegi sem kemur til landsins með Icelandair og tíminn sem leigan stendur yfir er um 1 degi styttri.

Munurinn er aðeins meiri ef skoðað er SAS og Lufthansa, en meðal bókunarverð WOW Air farþega miðað við þau er um 30% minna.

Þessar upplýsingar eru byggðar á gögnum fyrir rúmlega 6.000 farþega sem eru með bílaleigubókanir með afhendingartíma eftir 28. mars 2019 hjá Northbound.

  Flugfélag Meðal bókunartími Meðal bókunarverð
707b868f5b2b8ab6ec7f0d0b92b2df5a.png SAS 9 dagar 137.272 kr
lufthansa.png Lufthansa 11 dagar 133.219 kr
Icelandair 10 dagar 123.054 kr
norwegian.png Norwegian 9 dagar 114.598 kr
easy.png EasyJet 8 dagar 97.693 kr
britishairways.png British Airways 8 dagar 96.757 kr
WOW Air 9 dagar 96.663 kr
wizz.png Wizz Air 8 dagar 81.650 kr